LifeVac getur bjargað lífum í köfnun
Búið er að tilkynna um 2.032 tilfelli þar sem aðskotahlutur hefur verið fjarlægður úr öndunarvegi með LifeVac®
LifeVac® getur bjargað lífum á áhrifaríkan hátt með því að fjarlægja aðskotahlut úr öndunarvegi bæði barna og fullorðinna með einkaleyfisvarinni sogtækni.
- CE-merkt lækningatæki í fyrsta flokki
- Notað af lögreglu og heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum og Bretlandi.
- Einfalt og öruggt fyrir börn og fullorðna.
- Stutt af rannsóknum óháðra aðila.
Þegar heimlich ber ekki árangur
Í sumum tilfellum ber Heimlich aðferðin ekki árangur, hvað er þá til ráða?
Við mælum með að allir kunni Heimlich aðferðina, kunni grunntökin í almennri skyndihjálp og geti beitt endurlífgun í neyðartilfellum. Rauði kross Íslands býður uppá góð námskeið í þessum atriðum. En það er sorglegur veruleiki að aðferðirnar bera ekki alltaf árangur í köfnun. LifeVac® getur hjálpað í slíkum aðstæðum.
Samhliða hefðbundinni skyndihjálp skal ávallt hringja á aðstoð í 112 og svo má reyna LifeVac®
Öruggt, einfalt og áhrifaríkt
Fyrsta flokks lækningartæki sem opnar lokaða öndunarvegi
LifeVac® er með einkaleyfi fyrir einstefnuloka sem myndar sog án þess að ýta aðskotahlutnum lengra niður í öndunarveg. Þessi tækni gerir LifeVac® öruggt og áhrifaríkt í notkun, bæði fyrir börn og fullorðna. LifeVac® er eina lækningartæki sinnar tegundar í heiminum og er stutt af óháðum rannsóknum
Sjá meira
Svona virkar LifeVac®
Þrjú einföld skref til að opna lokaða öndunarvegi
1. Staðsettu grímuna
Settu grímuna yfir nef og munn, haltu henni þétt niðri með annarri hendinni til að mynda innsigli.
2. Þrýstu niður
Þrýstu handfanginu þétt niður með hinni hendinni. Loftið þrýstist út um einstefnulokann.
3. Togaðu upp
Togaðu handfangið ákveðið upp. Sogið sem myndast dregur aðskotahlutinn upp úr öndunarveginum.
LifeVac® Heimasettið
LifeVac® Heimasettið inniheldur eftirfarandi:
- LifeVac® Handfang með einstefnuloka
- Maski fyrir ungabarn
- Maski fyrir barn
- Maski fyrir fullorðna, miðstærð
- Maski fyrir fullorðna, stór
- Leiðbeiningar og skyndihjálpar bæklingur
Til á lager, Afhending vanalega 1-3 dagar.
Algengar spurningar og svör
Verð og gæði
LifeVac.is er ekki eini söluaðili
LifeVac® á Íslandi. Verð kann að vera misjafnt milli söluaðila.
Við tryggjum að þú fáir ósvikna vöru.
Það má í einhverjum tilfellum finna eftirlíkingar á netinu sem kunna að kosta minna en erfiðara getur þá verið að ganga úr skugga um gæði og öryggi.
Varan sem við seljum uppfyllir stranga ESB staðla Class-1 lækningavara.
Notkun LifeVac®
Nei, LifeVac er með einstefnuloka sem gerir það að verkum að við notkun þrýstist loftið út og meðfram tækinu en ekki niður í öndunarveginn.
LifeVac má nota á alla aldurshópa.
Í hverju setti fylgja mismunandi stærðir af grímum ætlaðar mismunandi aldurshópum
Sem viðbót við hina gagnreyndu Heimlich aðferð, getur LifeVac® líka hjálpað fólki sem glímir við fatlanir eða aðra sjúkdóma.
Í neyðartilviki má nota
LifeVac® eins oft og þarf til að losa aðskotahlutinn.
En LifeVac® er lækningarvara sem ætti að nota í einungis einu neyðartilviki og skipta svo út.
Fyrir þessu eru tvær ástæður:
- Til að forðast skemmda vöru. Við vitum ekki hvernig
LifeVac® kann að vera meðhöndlað í hita leiksins. - Af hreinlætis- og öryggis ástæðum. Við vitum ekki
hvernig LifeVac® er hreinsað eftir notkun. Sum hreinsiefni gætu skaðað vöruna.
LifeVac® rennur ekki út. Uppgefinn endingartími maskanna er 2 ár og því mælt með að skipta út að þeim tíma liðnum. Yfirfara ætti LifeVac® reglulega og skipta út ef varan er sködduð.
Já, LifeVac® það er hægt. Það hefur nú þegar verið tilkynnt um tilfelli þar sem einstaklingar hafa notað LifeVac® á sig með góðum árangri.
Hafa ber þó í huga að köfnun er ógnvænleg upplifun og því er ekki raunhæft að ætla að allir einstaklingar geti beitt tækinu á sjálfa sig.
Öryggi og viðurkenningar
Sýnt hefur verið fram á hversu árangursríkt LifeVac® getur verið með rannsóknum á dúkkum og líkum.
Af siðferðislegum ástæðum er ekki hægt að gera fullkomnar rannsóknir á áreiðanleika í raunverulegum tilfellum.
Með tímanum er vonast til að reynslusögur muni styrkja frekar sterkann grun um áreiðanleika vörunnar.
Það ber að hafa í huga að
LifeVac® er öruggt í notkun ef fylgt er hefðbundnum gagnreyndum skyndihjálparaðferðum áður en LifeVac® er notað.
LifeVac® er FDA, Canadian Health Service, MHRA og
CE-merkt Class-1 lækningavara ætluð til sölu í Evrópu.
Nei, LifeVac® er búið að rannsaka og ganga úr skugga um að það sé skaðlaust í notkun.
Ekki hefur verið tilkynnt um tilfelli þar sem LifeVac® hefur valdið skaða á lungum.